Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 18:45

10 atriði um stórafmæliskylfing dagsins John Daly

„The Wild Thing“ John Daly , sem búið hefir til ógleymanlega frasa á við „grip-it and rip-it“ innan golfsins er 50 ára í dag.

Daly hefir sigrað í 2 risamótum, þ.á.m. Opna breska árið 1995 á St. Andrews, en hann er betur þekktur fyrir spilamennsku sína utan vallar þ.á.m  fjárhættuspil, en einnig fyrir áfengisvanda sinn og 4 hjónabönd, sem öll hafa farið í súginn með mismunandi miklu braki og brestum.

Hér eru 10 atriði sem vert er að vita um þennan merkiskylfing, sem John Daly er:

1 Daly varð heimsfrægur svo að segja yfir nótt þegar hann sigraði US PGA risamótið árið 1991 á Crooked Stick. Hann keyrði nóttina áður til Indiana þar sem hann var 9. varamaður inn í mótið – og sigraði fyrsta risamótið sitt í fyrstu tilraun.

2  Líkurnar á sigri Daly á Opna breska 1995 voru 66-1 en hann notaði „grip-it-and-rip-it“ stílinn sinn og rústaði  the Old Course. Fyrir Opna breska 1992 þá lýsti hann vallarstrategíu sinni þannig: „Ég bara slæ eins fast og ég get og ef ég finn boltann þá slæ ég hann aftur.“ Ekki flókið! Daly varð fyrsti atvinnumaðurinn á PGA Tour til þess að vera að meðaltali meira en 300 yarda lengd af teig … og það er ekki eina ástæða þess að hann er uppnefndur Long John.

John Daly á Valspar mótinu

John Daly á Valspar mótinu

3 Daly hefir verið kvæntur 4 sinnum – og bað um hönd 5. eiginkonu sinnar í desember 2014. Hann var handtekinn 1992 fyrir að henda fyrstu konu sinni í vegg og rífa í hár hennar. Fjórða eiginkona hans játaði á sig peningaþvott og var dæmd í fangelsi áður en þau skildu 2010. Hann kom í mót 2007 allur klóraður í framan og hélt því fram að kona sín hefði reynt að stinga hann með steikarhníf. Árið 2002 gaf hann út kántrílag sem ber titilinn  „All My Ex’s Wear Rolexes“ sem heyra má með því að      SMELLA HÉR: 

4 Í sjálfsævisögu sinni sem kom út árið 2006 „My Life In and Out of the Rough“ viðurkenndi Day að hann hefði ánetjast áfengi, sígarettum, mat og fjárhættuspilum. Hann sagðist hafa tapað u.þ.b. US$50milljónum-60milljónum þ.á.m.  US$1.65milljón eitt kvöldið í  Las Vegas eftir að hafa unnið sér inn US$750,000 fyrir 2. sæti í móti.

5 Daly hefir sigrað 5 sinnum á  PGA Tour en sagði að BellSouth Classic árið 1994 hefði verið fyrsta mótið hans þar sem hann hefði sigrað edrú. Hann fór í áfrengismeðferð 1993 eftir að hafa gengið úr miðju móti þ.e. Kapalua International. Butch Harmon neitaði að taka Daly í sveiflutíma lengur árið 2008 og sagði m.a. um þau sambandsslit: „Það sem skiptir hann mestu í lífinu er að vera fullur.“  Sjá má myndskeið um viðbrögð Daly við „uppsögn“ Butch SMELLIÐ HÉR: 

John Daly elskar prakkarastrik

John Daly elskar prakkarastrik

6 Daly tapar ekki aðeins peningum í spilavítum.  Í málaferlum 2010 var birt 456 síðna skýrsla um Daly sem haldið var utan um af PGA Tour og hún gerð opinber. Í henni kom m.a. fram að Daly hafði aðeins árið 2008 verið sektaður af mótaröðinni um  US$100,000 og eins var hann dæmdur til þess að fara í ráðgjöf og áfengismeðferð 7 sinnum; hann hafði verið rekinn úr mótaröðinni 5 sinnum; hann hafði verið aðvaraður 6 sinnum og hafði fengið áminningar í 21 skipti fyrir „að mistakast að gefa sitt besta.“  Hann fékk líka viðvörun þegar hann tíaði upp golfbolta á bjórdós í Pro-Am móti 2008, þar sem hann dúndraði teighögg sitt eftir brautinnni.

7 Daly skrifaði undir US$10milljóna samning við  Wilson eftir að hann sigraði á US PGA árið 1991 – en þeim samningi var rift eftir Players Championship árið 1997 þegar Daly var drukkinn og rústaði hótelherbergi.

8 Daly hefir átt við offitu að stríða og árið 2008 fór hann í magastyttingu – og sagðist eftir það hafa misst 51 kíló.

John Daly er litskrúðugur kylfingur.

John Daly er litskrúðugur kylfingur.

9 Skrautfuglinn Daly hefir auglýst Loudmouth golffatnaðinn frá árinu 2009. Hann stillir sér upp í bílastæði the Hooters á hverju ári nálægt Augusta National golfklúbbnum og selur áritaðar söluvörur sínar.

10 Á Bay Hill árið 1998 sló Daly 6 högg í vatn á 6. holu. Hann fékk 18 högg á holuna og gekk af flötinni meðan áhorfendur sungu „Tin Cup, Tin Cup”. Á US PGA risamótinu á síðasta ári á Whislting Straits, sló Daly 3 teighögg í Lake Michigan á 7. holu en náði inn á flöt í 4. tilraun sinni – en henti síðan kylfu sinni í vatnið!

Hvernig sem allt er … við elskum Daly sögur 🙂