Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 09:55

LET Access: Ólafía Þórunn í 2. sæti e. 9 spilaðar holur á ASGI mótinu!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hóf í dag leik á ASGI Ladies Open.

Leikið er í Gams-Werdenberg Golf Club, Gams, Sviss, dagana 28.-30. apríl 2016.

Ólafía Þórunn byrjaði á 10. teig í mogun.

Eftir 9 spilaðar holur (þ.e. á 18. holu) er Ólafía Þórunn á 1 undir pari pari og enn í 2. sæti í mótinu, en margir keppendur eiga þó eftir að fara út – en góð byrjun þetta hjá Ólafíu „okkar“ Þórunni!!!

Til þess að sjá stöðuna á ASGI mótinu SMELLIÐ HÉR: