Butch Harmon við kennslu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 06:55

Hvernig á að velja sér golfkennara?

Nú fer golfsumarið og golfvertíðin alveg að byrja og þá hugsa margir um að fríska upp á kunnáttuna og leita til golfkennara. Ef vel á að vera ætti auðvitað að vera undir handleiðslu góðs kennara allt árið. En margir leita bara að skyndilausnum og á vorin er gott að láta góðan golfkennara „draga sig í gang.“

Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar John Hughes, varaforseta og stjórnanda golfkennslu hjá Advantage Golf Schools, sem er einn af leiðandi golfskólum Bandaríkjanna, skv. Golf Magazine, um hvaða atriði beri að hafa í huga þegar golfkennari er valinn.

Tækninni hefur fleygt fram og þ.a.l. einnig golfkennslunni. Á svipaðan hátt og það er til mikið úrval af dræverum, pútterum, golfboltum og öðrum golfútbúnaði, þá er mikið úrval golfkennara og hefur IPGA-kennurum m.a. farið fjölgandi hér á landi. Ferlið hvernig golf- kennarinn er valinn er jafn einstakur og fingrafar hvers og eins. En hvað sem öðru líður þá ætti að líta til nokkurra atriða áður en golfkennarinn er valinn, rétt eins og þegar velja þarf lækni.

Samlyndi (Compatability) – Það er golfnemandans að finna út hvort honum lyndi við verðandi golfkennara sinn í öllum atriðum, sem máli skipta; t.a.m. hvort persónuleikar nemanda og kennara eiga saman, hvort um sameiginleg markmið og svipaðar hugmyndir um (golf)leikinn er að ræða og eins skiptir hæfileiki kennarans til þess að bregðast við þörfum nemanda síns máli. Áður en hent er pílu í símaskránna á flokkinn “golfkennsla” og hending látin ráða hver kennir þá ætti að kynna sér aðeins hverjir eru að kenna golf. Ein aðferð er að biðja vini og leikfélaga að benda sér á góðan kennara. Hægt er að spyrja þá að því hvað kennarinn tekur fyrir  kennsluna, hvaða orð fer af honum, hvar kennt er og hvaða framförum vinirnir telja sig hafa tekið undir handleiðslu kennarans. Ef þér kemur vel saman við golfleikfélaga þína þá eru líkur á að þér komi vel saman við golfkennarann þeirra; líkur eru á að sá rétti sé fundinn. Næsta skref er að hringja í kennarann og spyrja hvort hann hafi tíma til að tala um leik hugsanlegs nemanda síns og hvaða markmið nemandinn hafi. Góður golfkennari vill gjarna tala við nemendur sínar um leik þeirra og kynnast nemendum sem einstaklingum áður en golfkennslan hefst.

Menntun og reynsla (Accreditation and Experience) – Hefur golfkennarinn menntun og reynslu til þess að taka leik þinn á það stig sem þú óskar eftir? Margir segjast vera golfleiðbeinendur. Margir þessara einstaklinga eru sjálfskipaðir sérfræðingar eða höfðu efni á að taka eins til tveggja vikna námskeið í því hvernig eigi að kenna golf og hafa tekjur af. Best er að fá ummæli eins margra nemenda á eins mörgum ólíkum stigum golfleiksins og hægt um kennarann. Við leit á golfkennara er rétt að huga að því hvort hann er félagi í IPGA (Icelandic Professional Golf Association) og hvort hann hafi óumdeilanlega hæfni og áralanga reynslu í að aðstoða kylfinga á öllum stigum golfleiksins. Sum samtök segjast útskrifa golfleiðbeinendur. Hvað sem öðru líður, þá hafa þessi samtök eitt markmið, að græða peninga en ekki að reiða fram pottþétta golfkennara. Komist að því hvaða menntun og reynslu verðandi golfkennari ykkar hafi bæði á golfvellinum og utan has. Gott er að fara á heimasíðu IPGA (sé golfkennsla sótt til Bandaríkjanna LPGA eða PGA) til þess að fá staðfesta menntun golfkennarans og hversu mikla reynslu hann hefur. Rannsakið hver stefna golfkennarans er og hvaða árangri hann hefur náð.

Sveifluhjálpartæki (Swing Aids) – Notar golfkennarinn sveifluhjálpartæki? Og ennfremur, hefur hann góða ástæðu til þess að nota tækið og aðlagast það þörfum þínum? Margir golfleiðbeinendur hafa fulla poka af sveifluhjálpartækjum, allt frá brotnum sköftum til rándýrra geimaldarskrapatóla. En hvort heldur er, er leiðbeinandinn virkilega að nota hjálpartækin á uppbyggilegan hátt, sem hefur einhverja þýðingu eða er þetta bara til sýnis?

Leitið að golfkennara sem notar tíma sinn, pening og þekkingu til þess að rökstyðja notkun á sveifluhjálpartækjum. Tryggið að golfkennarinn sé að nota sveifluhjálpartækið til að aðstoða ykkur í að “finna” mun milli þess sem hann er að kenna ykkur og hvernig þið sveiflið kylfunni nú. Varist kennara sem hafa “ráð við öllu”-sveifluhjálpartæki, sem þeir láta alla nemendur sína nota óháð þörfum þeirra.

Sveiflugreiningartæki (Video) – Sveiflugreiningarmyndbandsupptökutæki er nú til dags orðið að aðalverslunarvöru allrar golfkennslu. Þetta er ekki lengur val. Ef þú borgar fyrir kennslu sem ekki hefur innfalda vídeó-upptöku af sveiflunni þinni, þá ættirðu e.t.v. að endurskoða hvers vegna verið er að greiða fyrir golfkennsluna. Myndbandsupptakan, þegar hún er notuð á réttan hátt, er svo að segja þriðju augun (augu þín og golfkennarans eru fyrstu og önnur). Þetta er svipað og þegar læknar nota röntgen eða MRI tæki til þess að kanna heilsufar þitt. Golfkennarinn ætti að nota myndbandsupptöku á sama hátt. Upptakan ætti að staðfesta greininguna á þér, ekki kennarinn. Góður golfkennari hefur hæfnina til þess að sjá gallana fyrst, nota kunnáttu sína á gallanum til þess að greina eða lækna eða “skrifa upp á “ æfingar til að bæta úr göllunum. Ef golfkennarinn byggir einvörðungu á myndbandsupptökunni til þess að segja hvað er að golfsveiflu þinni, þá muntu smátt og smátt missa traustið á hæfni kennarans til að hjálpa þér. Þetta er svipað og að draga í efa hæfni læknis á að lækna þig ef hann eða hún notar ekki fyrst hæfni sína til þess að greina sjúkdóm þinn og staðfesta síðan greininguna með rannsóknum.

Samskipti utan golftíma – golfkennarinn þinn ætti að hafa prógram til þar sem þú getur spurt spurninga, hann veitt svör eða látið þig hafa viðbótar-leiðbeiningar, æfingar eða þannig að þú getir leitað upplýsinga eftir tímann. Flestir golfkennarar gefa upp símanúmer sitt. Aðrir nota internetið til þess að koma á framfæri leiðbeiningum. Sama hvaða háttur er hafður á samskiptunum, þá ætti alltaf að vera hægt að ná í golfkennarann, án aukagreiðslu, innan sanngjarns tíma, þannig að hann svari spurningum þínum og sýni áhuga á vanda þínum.

Leikgeta (playing ability) – Er golfkennarinn hæfur að spila golf ? Þú yrðir hissa á hversu margir golfkennarar geta ekki einu sinni “breakað” 90! Það er ekki nauðsynlegt að golf- kennarinn þinn sé frábær kylfingur, eins og sumir reyna að fá þig til að halda. Góðir leikmenn eru ekki endilega góðir kennarar. Sumir af heimsins bestu golfkennurum hafa aldrei keppt. En hvernig sem það er, ef golfkennarinn getur ekki sýnt þér hæfnina sem hann eða hún ætlast til af þér, hvernig getur hann verið trúverðugur? Golfkennarinn þinn ætti, a.m.k., að hafa sögu þátttöku í golfmótum og geta sýnt fram á árangur þar, jafnframt því að vera hæfur til þess nú að sýna fram á undirstöðu leikhæfni sem golfkennari. Horfumst í augu við það; golf er ekki geimvísindi eða heilauppskurður. En engu að síður er eðlisfræðileg, aflfræðileg og rúmfræðilegar meginreglu í golfkennsluvísindunum. Golfkennarinn þinn ætti að búa yfir gagngerum skilningi á þessum hugtökum, sem snú að golfleiknum, jafnframt því að búa yfir grundvallar innsæji á hvernig eigi að laga sveiflu þína og hvernig á að láta nemanda æfa sveifluna sjálfan. Aðrir þættir eins og að hafa sömu áhugamál eða skoðanir geta haft mikil áhrif á sambandið milli þín og golfkennarans. Það að velja golfkennara, sem viðheldur þekkingu sinni á golfkennslu, líkt og læknir viðheldur þekkingu sinni á læknisfræði, getur komið í veg fyrir sambærileg slys og verða í tengslunum óupplýstur neytandi og/eða óáreiðalegur leiðbeinandi. Það að spyrja einfaldra spuninga, áður en farið er í tíma, mun tryggja að tíma þínum og peningum er viturlega varið, auk þess sem það eykur þekkingarstig þitt.

Heimild: PGA.com