Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 07:55

Sveifla Tiger er ekkert eins og þegar hann réði lögum og lofum í golfheiminum!

Tiger Woods er að koma aftur í keppnisgolfið … en hann er langt frá því að koma aftur tilbaka eins og hann var fyrir u.þ.b. 10 árum eða 20 árum þegar hann var næsta einráður á helstu keppnisvöllum heims.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að sveifla hans er langt frá því að vera tilbúin fyrir keppni á PGA Tour.

Hins vegar leggur hann sig 100% fram að ná nægum keppnisstyrk, en enn vantar mikið á lengd og hraða hjá honum.

Tiger sagði m.a. í nýlegu viðtali: „Ég verð að verða sterkari og hraðari. Ég slæ ekki langt núna. Ég á mikið inni á tanknum hvað varðar hraða, sem er frábært.“

Til þess að sjá myndskeið af sveiflum Tiger  með mismunandi kylfum á mismunandi tímum og í samanburði við aðra SMELLIÐ HÉR: