Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2016 | 12:00

GL: Arnar Freyr á besta skorinu á Opna Skemmumótinu

Stóra Opna Skemmumótið, sem er árlegt opið golfmót á Garðavelli í boði Verkalýðsfélags Akraness, fór fram nú á laugardaginn s.l., 24. apríl 2016.

Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið  18 holu punktakeppni með forgjöf, þar sem  hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna 28.

Keppt var í tveim forgjafaflokkum: 0 – 9 og 9,1 – 24 / 28 og í boð vegleg verðlaun:

Punktakeppni: 

1.sæti í hvorum flokki kr. 100.000 ferðavinningur.

2.sæti í hvorum flokki kr. 20.000 gjafabréf.

3.sæti í hvorum flokki kr. 15.000 gjafabréf.

Besta skor án forgjafar kr. 100.000 ferðavinningur.

Þátttakendur í mótinu voru 142 og 138 luku keppni, þar af 15 kvenkylfingar.  Af konunum stóð sig best Nanna Björg Lúðvíksdóttir, GÚ, en hún var á 35 punktum og á besta skorinu 87 höggum.

Yfir mótið í heild var Arnar Freyr Jónsson, GN á besta skorinu eða 1 yfir pari, 73 höggum (37 36).  Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR, var á sama skori en fleiri höggum á seinni 9 eða (35 38).

Í punktakeppninni voru úrslit eftirfarandi fgj. 0-9

1 sæti Eiríkur Jóhannsson GR (19 19) 38 punktar.
2 sæti Arnar Freyr Jónsson GN (18 19) 37 punktar.
3 sæti Birgir Arnar Birgisson GL  (17 19) 36 punktar.
4 sæti Patrekur Nordquist Ragnarsson GR (20 16) 36 punktar.

Fgj. 9,1 og yfir: 

1 sæti Þröstur Vilhjálmsson GL (23 22) 45 punktar.
2 sæti Atli Teitur Brynjarsson GL (19 22) 41 punktur.
3 sæti Haraldur Gylfason GL (23 18) 41 punktur.

Nándarverðlaun: 

3 hola Eggert Kristján Kristmundsson GR, 1.53 m
8 hola Kristvin Bjarnason GL, 0,56 m
14 hola Jóns Steingrímsson GO, 2.07 m
18 hola Jón Hilmar Kristjánsson GM, 1.21 m

Til þess að sjá öll úrslit í Opna skemmumótinu SMELLIÐ HÉR: