Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2016 | 11:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Derek Ernst (9/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.

Sá sem varð í 42. sætinu er Derek Ernst.

Derek Ernst fæddist í Woodland, Kaliforníu 16. maí 1990 og er því 25 ára. Hann útskrifaðist frá University of Nevada-Las-Vegas í hótelstjórnun. Ernst býr í Fresno, Kaliforníu.

Nokkrar einskis staðreyndir um Ernst:

Ef hann væri ekki kylfingur væri hann rokkstjarna.

Honum finnst gaman að spila á trommur.

Enst er mikill aðdáandi Denver Broncos og the Chicago Bears.

Í draumaholli Ernst eru hann sjálfur….Tim Tebow, Arnold Palmer og Rory McIlroy.

Það vita ekki margir að hann er sá eini sem hefir náð holu í höggi á par-4 holunni á US Public Links.

Hann er mikill styrktaraðili Pediatric Brain Tumor Foundation.

Ernst vill eignast sitt eigið íþróttamannslið dag einn.

Þegar hann var í 2. bekk í barnaskóla skar hann hægri augað með stávír. Eftir því sem augað greri jókst örvefur. Örvefurinn er enn þarna og sjón hans er skýjuð á því auga. Eins á hann erfitt með að sjá dýptir með hægra auganu.