Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2016 | 06:00

Schwartzel ekki með á Ólympíuleikunum

Fyrrum Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel frá Suður-Afriku er nýjasti risamótssigurvegarinn sem tilkynnt hefir verið um að muni ekki taka þátt í Ólympíuleikunum, sem fara fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu í sumar.

Þessi listi vex hratt en meðal annarra sem ekki taka þátt er landi Schwartzel, Louis Oosthuizen.

Það var liðsstjóri Ólympíuliðs S-Afríku í golfi, Gary Player sem tilkynnti um ákvörðun Schwartzel og sagði jafnframt að þessi ákvörðun veikti verulega líkur S-Afríku á að vinna medalíu í Brasilíu.

Ég er hryggur og hef orðið fyrir vonbrigðum að þó nokkrir topp kylfingar hafa dregið sig úr Ólympíuleikunum í Ríó,“ sagði Player í yfirlýsingu.

Mér þykir leitt að Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa dregið nöfn sín af lista þeirra, sem koma til greina að taka þátt.“

Ég myndi hafa gefið allt til að fá að spila á Ólympíuleikunum. S-Afríka var með frábært lið en nú, augljóslega, mun það ekki vera eins gott,“

Oosthuizen bar við skuldbindingar sínar við fjölskyldu í mjög svo strangri golfdagskrá sem ástæðu þess að hann tæki ekki þátt, en engin ástæða var gefin upp af hverju Schwartzel, sem nú er í 20. sæti heimslistans, tekur ekki þátt.

Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram 2.-21. ágúst og golfkeppni karla á leikunum lýkur 14. ágúst.