Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2016

Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 34 ára afmæli í dag.

Grégory sigraði 1. september 2013 á ISPS Handa Wales Open. Þetta var 4. sigurinn hans á Evrópumótaröðinni og sá 8. á ferlinum, en Bourdy gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eða fyrir 12 árum.

Grégory hefir einnig verið aðalmaðurinn í ýmsum liðakeppnum; þannig lék hann t.a.m. í Seve Trophy 2013 og í Evr-Asíu bikarnum 2014 undir forystu Miguel Ángel Jimenéz.

Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilaði á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga á kvikmyndum og íþróttum almennt. Til þess að sjá allt nánar um Grégory má sjá heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:

Gregory Bourdy fær afmælis nei reyndar sigurkoss frá kærestu sinni Annabelle Savignan eftir að hann vann UBS Hong Kong Open 2009

Gregory Bourdy fær afmælis nei reyndar sigurkoss frá kærestu sinni Annabelle Savignan eftir að hann vann UBS Hong Kong Open 2009

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „Jerry“ Barber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994); Christa Johnson, 25. apríl 1958 (58 ára); Wes Martin, 25. apríl 1973 (43 ára)…. og ……

Friðrik Sverrisson
F. 25. apríl 1968 (48 ára)

Halldor Tryggvi Gunnlaugsson
F. 25. apríl 1957 (59 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is