Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Soomin Lee sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni

Soomin Lee frá S-Kóreu sigraði í fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni, Shenzhen International, í Genzon golfklúbbnum í Shenzhen í Kína.

Hann var búinn að leiða alla keppnisdaga mótsins þegar að kvöldi í gær mótinu var frestað enn einu sinni, en þá voru það Lee, Alexander Levy, Lee Slattery, Joost Luiten, Brandon Stone og Scott Hend sem allir höfðu færi á að taka titilinn en aðeins 1 högg skildi þessa sex að. Soomin Lee went wire-to-wire at the Shenzhen International to claim his first European Tour title at Genzon Golf Club.

Soomin byrjaði daginn í dag, 25. apríl 2016, í efsta sæti og átti eftir að spila 5 holur.  Fugl á 16. braut og örn á þeirri næstu urðu til þess að hann skrifaði undir skorkort upp á 71 högg og samtals 16 undir pari, sem var sigurskorið.

Í 2. sæti urðu Joost Luiten og Brandon Stone samtals á 14 undir pari, hvor.

Til að sjá lokastöðuna á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: