Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 22:10

Viðtalið: Dónald Jóhannesson GHD

Dónald Jóhannesson er eðalkylfingur og frábær spilafélagi.  Hann kom frá Dalvík til þess að taka þátt í 30 ára afmælismóti Golfklúbbs Sandgerðis og var tekið viðtal við hann þar.

F.v.: Ásgeir Eiríksson, GS; Þorsteinn Geirharðsson, GS og Dónald Jóhannesson, GHD. Mynd: Golf 1

Ráshópur Dónalds í 30 ára afmælismóti GSG, 24. apríl 2016. F.v.: Ásgeir Eiríksson, GS; Þorsteinn Geirharðsson, GS og Dónald Jóhannesson, GHD. Mynd: Golf 1

Fullt nafn:  Dónald Jóhannesson.

Klúbbur:   Golfklúbburinn Hamar Dalvík (GHD).

Hvar og hvenær fæddistu?   Í Reykjavík, 10. febrúar 1945.

Hvar ertu alinn upp?  Fyrstu 8 árin bjó ég í New Jersey í Ameríku, svo bjó ég í Reykjavík og var síðan í Kópavogi í 20 ár.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er fv. skólastjóri í Kópavogi (9 ár) og Grímsey (15 ár).

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég er tvígiftur og á  6 börn og 23 barnabörn. – Aðeins einn sonur minn spilar golf.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Árið  1967 þegar Hvaleyrin var stofnuð – Ég er stofnfélagi  að Golfklúbbnum Keili. Við vorum 30 manns sem stofnuðum Keili.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?   Tengdapabbi minn fyrrverandi sagði mér að það væri fundur í Hafnarfirði og til stæði að stofna golfklúbb – Ég ætlaði aldrei í golf – Ég sá þennan fund síðan líka auglýstan og bara mætti.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Strandvelli -maður sér allt svo vel á þeim.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur?   Höggleikur vegna þess að maður hefir mest stundað það – holukeppni  er sjaldgæft fyrirbrigði.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi?  Grafarholtið.

Grafarholtið er einn af uppáhaldsgolfvöllum Dónalds. iMynd: GR

Grafarholtið er uppáhaldsgolfvöllur Dónalds. Mynd: GR

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á?  37 velli – Ég á því svolítið eftir.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Margir þeirra valla sem ég hef spilað í  Danmörku. Ég hef spilað 27 velli þar, 1 sinn hvern og get ekki gert upp á milli þeirra.

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Hann var í Hastings í Englandi (Old Rye Golf Club) – Völlurinn voru bara fjöll upp og niður og maður var hálfdauður eftir.

Hvað ertu með í forgjöf?  14,3.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 78 í Vestmannaeyjum í fyrrasumar. Sjálfsagt hef ég e-hv tímann spilað betur ég man það ekki.

Lægsta skorinu sínu náði Dónald á Vestmannaeyjavelli.

Lægsta skorinu sínu náði Dónald á Vestmannaeyjavelli.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Sennilega að vera nr. 2 á Íslandsmóti Öldunga í Vestmannaeyjum 2015. Ég hef líka unnið meistaramót á Dalvík í 1. flokki.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei.

Spilar þú vetrargolf?   Ef aðstæður leyfa.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Yfirleitt orkudrykk og súkkulaði.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?    Já, var í unglingalandsliðinu í körfubolta – Íslandsmeistari í fótbolta með KR 4 sinnum og ég á Kópavogsmet í frjálsum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautasteik, ef hún er í lagi, þær eru sjaldnast í lagi hér á landi!  Uppáhaldsdrykkur? Kók Uppáhaldsbók? Fyrir 50 árum var ég hrifinn af bók sem heitir „Nakti apinn“ Uppáhaldstónslist? Stórhljómsveitajazz (Var sjálfur í hjómsveit í mörg ár og stofnaði hljómsveit sem hét Stuðla Tríó); Uppáhaldskvikmynd: Forest Gump Uppáhaldsgolfbók: Kennslubók Jack Nicklaus

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Það sem er í boði og nú  t.d. er ég með Wilson Staff.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk: Annika Sörenstam. Kk:  Rory McIlroy.

Hvert er draumahollið?  Ég og….. Rory, Tiger og Jordan Spieth.

Draumaholl Donalds

Draumaholl Dónalds

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?     Ég er með fullt sett frá PING – er að versla nýtt sett – PING G dræverinn minn er mín uppáhaldskylfa.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Mjög lítið Heiðar Davíð er kennari á Dalvík.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Heiðar Davíð.

Ertu hjátrúarfullur?  Lítið – ég reyni samt alltaf að hugsa til góðra golfleikara.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Að standa sig.

Hvað finnst þér best við golfið?   Það er bara svo gaman. Gott að fá þetta labb. Ég skemmti mér svo vel.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    50%

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu, sem þú hefir lent í á golfvellinum?:  Já á Meistaramótinu í fyrra var stærðarinnar lengdarprjónn fyrir mér á Arnaholtsvelli, sem ekki mátti droppa frá. Ég þurfti auðvitað að slá í hann, kúlan fór 100 m aftur fyrir og ég tapaði 1. sætinu í meistaramótinu. Haukur Snorrason varð meistari, Ég eyddi 3-4 höggum að koma mér aftur á réttan stað.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Alltaf spila golf með bros á vör!