Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2016 | 09:00

Lydia Ko vonast e. sérstakri afmælisgjöf

Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko á afmæli í dag, 24. apríl, en hún verður 19 ára, er fædd 1997.

Hún mun halda upp á afmælið með fjölskyldu og vinum og vonast líka eftir sérstakri afmælisgjöf þ.e. sigri í Swinging Skirts mótinu, en takist henni að landa sigri verður það 3. árið í röð sem hún sigrar á mótinu.

Ko á þó langt í land með það því eftir 3. hring er hún 6 höggum á eftir forystukonu mótsins, hinni japönsku Haru Nomura, þ.e. Nomura hefir spilað á samtals 10 undir pari, meðan Ko er aðeins á samtals 4 undir pari.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ég verð bara að vera jákvæð,“ sagði Ko um það sem fyrir höndum er. „Þetta er afmælið mitt, þannig að það er fleira að hugsa um og brosa að. Ég ætla bara að njóta þess. Þetta hefir verið virkilega svalt að eiga tækifæri á þessu og vera svo nálægt því að vinna 3. skiptið í röð, þannig að mér finnst ég mjög heppin með það og vonandi detta nokkur pútt.“

Foreldrar Ko og systur eru öll með henni þessa vikuna og ætla að fagna með henni í kvöld.

„Ég get ekki verið í einhverju partýstandi,“ hló Ko. „Ég er ekki enn orðin lögleg (ekki hægt að kaupa áfengi í Flórída undir 21 árs) en ég ætla að njóta þess (að eiga afmæli). Mér finnst frábært að verja tíma með fjölskyldunni.“