Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2016 | 07:15

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már hefja leik í Flórída í dag!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, hefja leik á Sun Belt Championships á Raven GC í Destin, Flórída, í dag.

Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum.

Sjá má frétt á heimasíðu Louisiana Lafayette um mótið með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með gengi þeirra félaga með því að SMELLA HÉR: 

Þess mætti geta hér að golflið Louisiana Lafayette varð í 9. sæti á Old Waverly á West Point í Mississippi, þar sem Haraldur Franklín varð T-49 og Ragnar Már T-53 í einstaklingskeppninni 4.-5. apríl s.l.

Það er vonandi að báðum gangi sem allra best í Sun Belt Championships!