Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 07:15

LPGA: Nomura efst í hálfleik á Swinging Skirts

Japanska stúlkan Haru Nomura er efst í hálfleik á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu.

Nomura hefir leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (65 70).

Öðru sætinu deila 3: Minjee Lee frá Ástralíu og svo So Yeon Ryu og Na Yeon Choi frá S-Kóreu; allar á 6 undir pari.

Lydia Ko er síðan í 4 stúlkna hópi sem er í 5. sæti á 5 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: