Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 17:00

GM: Júlíus Elliðason sigraði á Opna sumarmótinu!

Í gær, Sumardaginn fyrsta fór fram Opna sumarmót GM á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í samstarfi við Golfbrautina.

Alls tóku 133 kylfingar þátt í mótinu.

Þeir fengu fallegt veður við Leirvogin í dag þó örlítð kalt væri á köflum.

Úrslit í mótinu voru sem hér segir:

Punktakeppni:
1. Júlíus Elliðason, GR, 39 punktar
2. Sigurður Óli Sumarliðason, GM, 38 punktar
3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM, 37 punktar ( 21 punktur seinni 9 )

Nándarverðlaun:
1. braut Skúli Baldursson, GM, 1,03m
9. braut Júlíus Elliðason, GR, 3,17m
12. braut Högni Jónsson, GM, 1,46m
15. braut Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, 2,07m

Vinningshafar geta nálgast vinninga í skálanum á Hlíðavelli á laugardag eða sunnudaginn næsta á milli 9 og 16 en geta að öðrum kosti haft samband á golfmos@golfmos.is til að nálgast vinningana.