Þórður Rafn hefur leik í Egyptalandi á morgun!
Þórður Rafn Gissurarson, GR, Íslandsmeistari í golfi 2015, hefur leik á fimmtudaginn á Áskorendamótaröðinni í golfi – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu.
Þórður Rafn fékk boð um að taka þátt á mótinu sem fram fer í Egyptalandi en hann er með keppnisrétt á ProGolf mótaröðinni sem er í hópi atvinnudeilda í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.
Þórður verður í ráshóp með tveimur hollenskum kylfingum fyrstu tvo keppnisdagana áður en fækkað verður í keppendahópnum fyrir lokahringina tvo. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Á fésbókarsíðu sinni skrifar Þórður eftirfarandi:
„Á morgun tek ég þátt í mínu fyrsta Challenge Tour móti, Red Sea Egyptian Challenge. Hef leik kl. 6.50 af fyrsta teig og spila með tveimur Hollendingum. Það er mikil spenna fyrir þessu móti. Völlurinn er í flottu standi og öll umgjörð til fyrirmyndar. 35 gráður og sól spáð allan tímann. Ekkert nema gaman!“
Þórður hefur leik kl. 4.50 að íslenskum tíma en 6.50 á staðartíma í Egyptalandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem GR-ingurinn fær tækifæri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, en Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur verður ekki með á þessu móti en hann mun fá mun fleiri mót á þessu tímabili en á undanförnum árum.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Challenge Tour með því að SMELLA HÉR:
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
