Hver er kylfingurinn: Minjee Lee?
Í gær sigraði ástralski kylfingurinn Minjee Lee Lotte Championship á Hawaii og vann þar með sinn 2. sigur (ef ekki 3. á LPGA mótaröðinni!)
Hver er þessi fallegi, hæfileikaríki kylfingur?

Minjee Lee fæddist 27. maí 1996 og verður því 20 ára í næsta mánuði.
Hún er frá Perth í Ástralíu.
Minjee varð nr. 1 á heimslista áhugamanna í golfi 26. febrúar 2014 eftir sigur á Oates Victorian Open á ástralska ALPG túrnum. Hún hafði þó stutta viðdvöl þar því í september 2014 varð Minjee atvinnumaður í golfi. Golf World tók við það tækifæri eftirfarandi viðtal við Minjee SMELLIÐ HÉR:

Minjee Lee
Meðal stærstu sigra hennar sem áhugamanns eru U.S. Girls’ Junior (árið 2012) og eins sigrar á the Australian Women’s Amateur (árin 2013 og 2014). Þar áður var Minjee búin að sigra eftirfarandi mót 2011 (15 ára): Handa Junior Masters, Western Australia Women’s Amateur, Singapore Ladies Amateur, Srixon International Junior Classic, Tasmanian Stroke Play Championship.
Minjee hefir verið í kvennalandsliði Ástrala frá árinu 2013 og leiddi m.a. lið sitt til sigurs í Espirito Santo Trophy 2014.

Minjee Lee í sigursveit Ástralíu
Á úrtökumóti LPGA í desember 2015 ávann Minjee sér kortið sitt á LPGA og er því nýliði í ár á mótaröðinni og ekki ólíklegt að hún hljóti titilinn nýliði ársins í lok árs 2016 því hún vann sér inn kortið sitt með stæl deildi 1. sætinu á úrtökumótinu og er nú búin að vinna fyrsta sigurinn á keppnistímabilinu á Lotte Championship, eins og áður sagði.
Þetta er þó fráleitt fyrsti sigur Minjee á LPGA; áður var hún búinn að sigra einu sinni á LPGA þ.e. á Kingsmill Championship 18. maí 2015.
Frábær kylfingur á ferð þar sem Minjee er og verður forvitnilegt að fylgjast með henni í sumar og hvort henni tekst að bæta við nokkrum titlum!

Minjee Lee frábær kylfingur!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
