Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2016 | 07:00

PGA: Chappell, Day og Hoffmann leiða e. 2. dag RBC

Það eru Kevin Chappell, Jason Day og Charley Hoffmann, sem eru efstir og jafnir í hálfleik á RBC Heritage mótinu á Hilton Head í S-Karólínu.

Þeir eru allir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum; Chappell og Hoffmann (68 68) og Jason Day (67 69).

Fjórða sætinu deila 3 snilldarkylfingar og ber þar fyrstan að telja Luke Donald, en síðan líka Patton Kizzire, sem er kylfingur sem vert er að fylgjast vel með í framtíðinni og síðan frábæra kylfinginn Russell Knox, frá Skotlandi.

Allir hafa þeir spilað á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: