Fjölskyldan samgleðst Danny Willett
Danny Willett varð vinsæll á einni nóttu og Englendingar halda vart vatni af gleði yfir að 20 ára sigri Nick Faldo skyldi hafa verið sýndur tilskilinn heiður …. með því að Willett vann að nýju.
Tekin hafa verið viðtöl við bróður Danny, Paul og foreldra Danny þau Elisabet og Steve.
Aðspurð um tilfinningar sínar svörðuðu þau á eftirfarandi hátt:
„Þetta er allt fremur súrrealískt. Ég glotti eins og Cheshire köttur allan tímann,“ sagði Elísabet, móðir Danny Willett.
„Hann hringdi í okkur klukkan hálf þrjú. Við héldum að hann væri drukkinn, en hann var bara frá sér af gleði.“
„Hann kemur heim núna og hann ætlar að taka sér frí í heilan mánuð. Hann mun ekkert spila í 4 vikur. Hann ætlar að koma heim og bara vera pabbi.„
Willett tók næstum því ekki þátt í The Masters vegna þess að hann ætlaði að vera viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns. En Zachariah James fæddist 30. mars, svo Danny var aftur með.
Við sigur sinn færðist Willett úr 12. sætinu sem hann var í á heimslistanum í upp á topp-10 þ.e. í 9. sæti heimslistans, en það er það hæsta sem hann hefir komist. Í árslok 2015 var hann enn í 12. sæti.
Pabbi Danny Willett, Steve sagði í viðtali við BBC í morgun: „Við ýttum Danny aldrei út í golfið. Mér er illa við foreldra sem etja krökkunum sínum áfram. Danny vildi spila golf. Hann var farinn að slá 70 yördum (þ.e. 35 metrum) lengra en ég þegar hann var 12 ára. Það var þá sem ég hætti að spila við hann reglulega.“
„Þegar maður horfði á hann spila og horfði á sveifluna hans og hvernig hann gat sveigt boltann og lengdina sem hann drævað …. þá kom ekki á óvart að hann komst í landsliðið og tók síðan þátt í Walker Cup; ég meina ekki að manni hafi nokkurn tímann órað fyrir að hann myndi sigra á The Masters, í hamingjunnar bænum en hæ, hó (honum tókst það!!!)“
Besti árangur Willett á risamótum fyrir sigurinn á The Masters var T-6 árangur á Opna breska í fyrra, 2015.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
