GKG: 3 kepptu á Innisbrook Golf Resort
Kristófer Orri Þórðarson, Sigurður Arnar Garðarsson, og Flosi Valgeir Jakobsson, allir úr GKG, kepptu um páskana á sterku unglingamóti á hinum fræga Innisbrook Golf Resort, þar sem PGA mótaröðin heldur Valspar mótið.
Kristófer og Sigurður, sem eru báðir í landsliðshópi GSÍ, kepptu á Innisbrook Island vellinum, sem er um 6500 metra langur og þröngur skógarvöllur. Kepptu þeir í 14-18 ára aldursflokki og stóðu þeir sig mjög vel, en Kristófer, 18 ára, lék á 77-83-75 og endaði í 17. sæti. Sigurður, sem er ný orðinn 14 ára og var yngsti keppandinn í flokknum, lék á 84-78-85 og endaði í 51. sæti. Alls tóku 103 keppendur þátt og var niðurskurður eftir 2 daga.
Flosi keppti í flokki 13 ára og yngri og lék á 86-85, og hafnaði í 8. sæti af 14 keppendum.
Fín frammistaða hjá strákunum og reynist þeim gott veganesti fyrir framtíðina.
Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
