Minningarathöfn um Hinna fór fram í dag – minningarorð framkvæmdastjóra GR
Hinrik Gunnar Hilmarsson, alþóðadómari í golfi og starfsmaður Golfklúbbs Reykjavíkur, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á skírdag, 57 ára að aldri.
Minningarathöfn fór fram í Langholtskirkju í dag. […]
Hinrik fæddist 28. júlí 1958 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Hilmar Eyjólfsson, f. 3. janúar 1934, og Bergljót Gunnarsdóttir, f. 23. febrúar 1938.
Þessa litríka félaga GR verður sárt saknað. Hinni, eins og hann var gjarnan kallaður, var vinsæll eftirlitsmaður á völlum GR til fjölda ára auk þess sem hann leiðbeindi félagsmönnum á reglu- og nýliðanámskeiðum. Hinni var sannur fagmaður og einn af fyrstu Íslendingunum til að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Hann var yfirdómari á fjölda golfmóta víða um land, Íslandsmótum og á meistaramótum GR. Það er ekki alltaf lognmolla yfir dómgæslu á golfmótum en Hinni var snjall að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem upp komu.
Hinni var driffjöður í unglingastarfi GR og fór meðal annars með hópa í unglingastarfi klúbbsins í golfferðir til Skotlands. Hann var ávallt reiðubúinn að fræða félagsmenn um golfreglurnar og hvernig þeir sem þær kynnu gætu nýtt þær við golfleik. Fjölmargir félagsmenn léku á afmælismóti Hinna sem í fjölda ára var leikið í Grafarholti um Verslunarmannahelgi.
Hinna þótti fátt betra en að fá góða steik og eðal rauðvín. Hann var sælkeri og snjall matreiðslumaður, því fengu vinir hans að kynnast og verður hans sárt saknað.
Fjölskyldu og aðstandendum Hinriks eru sendar dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði kæri vinur.
Með þökk fyrir samfylgdina og framlag til okkar góða klúbbs.
F.h. Golfklúbbs Reykjavíkur
Ómar Örn Friðriksson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
