LET Access: Ólafia Þórunn í T-18 e. 1. dag Terre Blanche
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék á 73 höggum eða +1 á fyrsta keppnisdeginum á Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi. Fyrsti keppnishringurinn hjá Ólafíu var litríkur en hún fékk alls fimm fugla og þar af þrjá í röð á síðari 9 holunum. Hún þrípúttaði fjórum sinnum og fékk eitt vítishögg og það varð til þess að Íslandsmeistarinn 2011 og 2014 fékk sex skolla. Alls hitti Ólafía 16 flatir í tilætluðum höggafjölda.
Hún deilir 18. sætinu með 8 öðrum kylfingum. Sú sem er í efsta sæti lék á 6 undir pari, 73 höggum.
„Ef einhver hefði sagt við mig fyrir hringinn að ég ætti eftir að leika á einu höggi yfir pari þá hefði ég tekið það. Ég var að slá ótrúlega vel, var með 16 flatir í tilætluðum höggafjölda, og hitti nánast allar brautir í upphafshöggunum. Ég var að koma mér í mörg færi sem er jákvætt. Ég átti erfitt með lengdarstjórnuna í púttunum en það verður vonandi komið á morgun,“ sagði Ólafía Þórunn eftir hringinn í dag á hinu glæsilegu golfvallasvæði sem er rétt við hina þekktu kvikmyndaborg Cannes.
Á morgun, föstudag, mun Ólafía hefja leik kl. 11.25 að íslenskum tíma og hefur hún þá leik á 1. teig.
Sjá má stöðuna á Terre Blanche mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
