Rory tekur ekki þátt í par-3 mótinu á Masters
Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, mun ekki taka þátt í par-3 mótinu fyrir Masters risamótið sem hefst í næstu viku.
Hann vill einbeita sér að sigri í fyrsta risamóti ársins og því sem honum hefir ekki enn tekist að sigra í.
Par-3 mótið er hefð a Masters og fer alltaf fram á miðvikudeginum í mótavikunni.
Fjölskyldur atvinnukylfinganna fá að taka þátt og þetta er meira skemmtimót en nokkuð annað, markmiðið að fá þátttakendur til að slaka á.
Það sem er áhugavert er að engum hefir tekist að sigra í par-3 mótinu og síðan á sjálfu Masters risamótinu á sama ári.
Rory staðfesti í viðtali að hann muni ekki taka þátt í par-3 mótinu.
„Ég ætla ekki að spila í par-3 mótinu í ár, þar sem það er bara of mikið og tekur hugann frá því sem mikilvægt er,“ sagði Rory.
„Á árinu sem mér gekk best í Augusta þ.e. 2011 þá tók ég ekki þátt í par-3 mótinu þannig að kannski getur ákvörðunin um að taka ekki þátt verið jákvæð fyrir mig,“ útskýrði Rory.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
