Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2016 | 17:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Victoría Elizabeth (25/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 24 stúlkur verið kynntar og nú um páskana verða kynntar þær 4 sem deildu 22. sætinu en það eru:  Wichanee Meechai frá Thaílandi;  Ally McDonald, frá Bandaríkjunum; Stephanie Kono frá Bandaríkjunum og sú sem kynnt verður fyrst að fjórmenningunum Victoria Elizabeth, frá Bandaríkjunum.

Victoria Elizabeth fæddist 12. mars 1992 og er því 24 ára.

Victoria Elizabeth er frá Dayton, Ohio.

Victoria Elizabeth, spilaði á LPGA Futures Tour.

Hún sigraði í fyrsta sinn á LPGA Futures Tour á Credit Union Classic mótinu styrktu af Wegmans. Hún komst í forystu strax á 2. hring og átti síðan glæsilegan lokahring upp á 68 högg og vann með 2 högga mun.

Elizabeth spilaði fyrsta á Futures Tour árið 2009. Besti árangur hennar eftir 10 mót sem hún tók þátt í var 7. sætið. Árið 2010 var besti árangurinn T-11 og 2011 T-5.

Meðalskor Victoriu hefir batnað á hverju ári og hún var í 13. sæti á túrnum í þeirri tölfræði árið 2011. Árið 2012 náði hún niðurskurði í 8 af 9 mótum, sem hún hefir tekið þátt í og þ.á.m. var hún meðal 10 efstu 3 sinnum, þ.m.t. sigraði hún í framangreindu móti. Hinir tveir topp-10 árangrarnir voru 2. sætið . Hún er var í 2. sæti á peningalistinum og í 5. sæti í meðaltalsskori.

Victoria Elizabeth var þegar komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA 2015 og endurnýjar nú þann takmarkaða spilarétt kepppnistímabilið 2016.