Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 12:00

GR: Jóhann Halldór púttmeistari Ecco-púttmótaraðarinnar

Á heimasíðu GR birtist eftirfarandi frétt frá Halldóri B. Kristjánssyni :

Jóhann Halldór Sveinsson púttaði best allra í vetur og varð 5 höggum betri en næstu menn á eftir. Jón Þór, Jónas Gunnars og Magnús Guðmundsson voru jafnir í öðru sæti og þurfti bráðabana til að raða þeim í sæti og varð það Jón Þór sem náði öðru sætinu, Jónas var í þriðja og Magnús í því fjórða.

Liðakeppnina unnu annað árið í röð lið nr. 13, sem er skipað þeim feðgum Jón Þóri og Sindra annars vegar og Kristmundi Eggertssyni og Eggerti Kristmunds hins vegar. Endanleg úrslit Ecco-mótaraðarinnar fylgir þessum pistli eins og vera ber.

Það var mikið fjör á lokakvöldinu og mættu um 120 manns í verðlaunaafhendinguna og ég held að ég geti fullyrt að flestir hafi farið kátir heim að henni lokinni.

Ég gleymdi alveg, í hita leiksins á lokakvöldinu að þakka sérstaklega þeim félögum sem komu færandi hendi til mín með verðlaun, Guðmundi Hallbergs, Ragnari Ólafs, Lórens Þorgeirs, Einari Long, Guðmundi Björnssyni, Markúsi Erni, Hjálmari Kristmanns. Eflaust er ég að gleyma einhverjum og biðst ég afsökunar á því en færi þeim á sama tíma miklar þakkir.

Svo að endingu vil ég þakka öllum fyrir þátttökuna í vetur og vonandi sjáumst við allir aftur á næsta ári og gangi ykkur vel í golfinu í sumar.

Ath. Það eru nokkrir sem eiga eftir að ganga frá skuldum sínum eftir veturinn og geta þeir hinir sömu lagt inn á reikning minn.

528-26-3371 – Kt.: 030150-7919

Annars var ég bara öskrandi kátur með þetta allt saman.

Hér að neðan er lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2016.

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson