Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 12:15

Rory telur einu leiðina að stöðva Scott sé að leyfa löngu pútterana aftur!

Adam Scott hefir verið á heilmikilli sigurför innan stórmóta golfsins það sem af er ársins.

Hann sigraði á The Honda Classic 28. febrúar sl. og á Cadillac meistaramótinu á heimsmeistaramótaröðinni.

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, telur að eina leiðin til að stoppa sigurför Adam Scott sé að leyfa magapúttera aftur, en Scott notaði einmitt slíka púttera.

Scott, 35 ára, tekur ásamt Rory þátt í Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, sem hefst í dag og freistar þess þá að sigrað í 3. mótinu, það sem af er árs.

Scott hefir sagt í blaðaviðtölum að hann sé með meira sjálfsöryggi nú en nokkru sinni á flötunum frá því að hann skipti yfir úr „kústskaftinu“ sínu og í hefðbundin pútter.

Rory djókaði með það að hann hefði verið algerlega hlynntur afnámi kústskaftanna og magapútteranna en bannið gegn „löngu pútterunum“ eins og þeir eru einnig kallaðir tók gildi 1. janúar á þessu ári.

Mér finnst að við ættum að innleiða löngu pútterana aftur,“ grínaðist Rory. „Ég var mjög sammála að banna þá. En nú vil ég fá þá aftur.“

Ef Scott tækist að sigra á 3. PGA Tour móti sínu aðeins í mars þá myndi hann komast í hóp 24 kylfinga sem tekist hefir þetta afrek þ.á.m. Rory, sem sigraði í 3 mótum 2014.

Byron Nelson á metið en hann sigraði í 11 PGA Tour mótum á sama árinu árið 1945, en metið miðað við nútíma golf (ens. modern-day golf) á Tiger Woods en hann sigraði í 7 PGA Tour mótum á sama árinu bæði 2006 og 2007.

Og það eru góðar líkur á að Scott muni takast afrekið ef litið er til þess að hann setti vallarmet á Bay Hill 2014.

Til þess að nota dæmi, þó það sé e.t.v. ekki það besta, þá hélt Tiger sínu striki í 10 ár,“ sagði Scott. „Kannski að ég eigi nokkrar (sigur-) vikur í mér enn!!!“

Hvað grín Rory áhrærir þá er ekkert víst að jafnvel þó þeir löngu yrðu leyfðir aftur að Scott myndi versna nokkuð – hann virðist jafnvígur á hvaða pútter sem er!