Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar í 8. sæti í San Diego

Rúnar Arnórsson, GK lék með háskólaliði sínu í Minnesota Univ. í USA í vikunni  (14.-15. mars 2016) á Lamkin Grips SD Classic háskólamótinu.

Mótið fór fram í San Diego CC í Kaliforníu.

Háskólalið Minnisota varð  í 8. sæti.

Rúnar lék á 12 yfir pari, 228 höggum (76  77  75 ) og varð í 41. sæti í einstaklingskeppninni.

Sjá má úrslitin í Lamkin Grips SD Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót hjá Rúnari og félögum verður á Barona Greek vellinum í Kaliforníu dagana 21.-22. mars n.k.