Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 04:30

WGC: Rory efstur e. 3. hring á Cadillac Championship

Það er nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy, sem kominn er í efsta sætið á Cadillac Championship á Bláa Skrímslinu fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður í dag.

Rory sagði m.a. eftir hringinn (3. hring) að það að spila varnargolf væri ekki hans stíll.

Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (71 65 68).

Í 2. sæti 3 höggum á eftir er DJ (Dustin Johnson) á samtals 9 undir pari, 207 höggum (72 64 71).

Sjá má stöðuna á Cadillac Championship e. 3. dag með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á Cadillac Championship með því að SMELLA HÉR: