Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Andrew Landry (6/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.

Sá sem varð í 45. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Andrew Landry.

Andrew Landry fæddist  7. ágúst 1987 í Hollandi og er því 28 ára.  Hann býr í Austin Texas og lék í bandaríksa háskólagolfinu með Háskólanum í Arkansas (ens. University of Arkansas). Þar var hann þrívegis All-Americanog vann einu sinni í einstaklingskeppninni. Landry gerðist síðan atvinnumaður í golfi eftir útskrift 2009.

Andrew Landry spilaði í fyrstu á minni mótröðum þ.á.m. the Adams Pro Tour þar sem hann sigraði tvisvar.

Hann vann Web.com Tour kortið sitt 2015 eftir að hann varð í 2. sæti í úrtökumóti Web.com Tour.

Hann sigraði í 3. móti ársins, Cartagena de Indias at Karibana Championship á þeirri mótaröð.

Landry spilaði síðan í fyrsta móti sínu á PGA Tour  2015, en það var Shell Houston Open eftir að hann hafði komist í mótið í gegnum mánudags úrtökumót (ens. monday qualifyer).