Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2016 | 10:00

PGA: Bubba sigraði á Northern Trust Open

Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open mótinu, sem var mót s.l. viku á PGA Tour.

Mótið fór að venju fram á Riviera GC í Pacific Palisades í Kaliforníu.

Bubba lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (66 68 67 68).

Öðru sætinu deildu Jason Kokrak og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott, sem báðir voru aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: