Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2016 | 12:00

LET: Haru Nomura sigraði á ISPS Handa Women´s Australian Open

Það var japanska stúlkan Haru Normura sem sigraði á ISPS Handa Women´s Australian Open.

Nomura lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (69 68 70 65).

Hún átti 3 högg á þá sem varð í 2. sæti en það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko, sem lék á samtals 13 undir pari.

Í 3. sæti varð síðan ástralska golfdrottningin Karrie Webb, á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Women´s Australian Open SMELLIÐ HÉR: