GSÍ: Vel heppnaðar æfingabúðir hjá afrekshópnum
Afrekshópar Golfsambands Íslands komu saman sunnudaginn 14. febrúar s.l. og æfðu þar undir stjórn landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar og aðstoðarmanna hans. Úlfar segir í samtali við golf.is að æfingarnar hafi gengið vel þar sem lögð voru fyrir ýmis keppnislík atriði ásamt fyrirlestri hjá Kanadamanninum Liam Mucklow um styrktarþjálfun.
Úlfar sagði að fyrirlestur Mucklow hafi verið áhugaverður og muni nýtast vel þeim sem á hlýddu. Þar hafi margt komið fram. „Við fengum góðar hugmyndir hjá Mucklow og að mínu mati var áhugavert hversu mikið er hægt að gera með því að byrja á því að mæla einföld atriði og hreyfingar sem leiða af sér meiri skilvirkni og gæðum í höggum. Það var líka gaman að heyra hve mikið hann lagði áherslu á keppni og mælanleg markmið í æfingum. Það hefur verið rauður þráður í okkar nálgun á æfingum hjá afrekshópunum.
Alls fengu fjórtán kylfingar úr afrekshópnum einkatíma hjá Mucklow á meðan dvöl hans stóð hér á landi. Þar fór hann í gegnum ýmsar mælingar hjá kylfingunum og gaf þeim ráð til þess að bæta líkamlega þætti sem og tæknilega þætti golfsveiflunnar.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
