Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2016 | 13:15

Rory skemmtilegur í tilsvörum á blaðamannafundi Northern Trust Open

Nú nýlega á blaðamannafundi fyrir Northern Trust Open á Riviera í Kaliforniu, var Rory spurður: „Svona þegar meðalkylfingurinn spyr þig hvernig það er að slá 320 yarda dræv í upphafshögg – hvernig tilfinning er það?

Rory brosti og svaraði: „Það er bara (ósköp) venjulegt.“

Aðeins einum degi áður á blaðamannafundi NBC var Brandel Chamblee hjá Golf Channel búinn að vera með áhyggjur af mikilli veru Rory í ræktinni og líkti þróuninni við þá sem Tiger hafði gengið í gegnum.

Rory svaraði m.a. spurningum um þessar áhyggjur sem Chamble hefði af sér í þá veru að hann væri ekki kraftlyftingarmaður.

Ég er 165 pund (75 kíló). Ég er kylfingur, ekki kraftlyftingarmaður.“

Seinna á blaðamannafundinum var Rory líka með smá húmor þegar einn blaðamaðurinn spurði hann að því hvort hann hefði gert armbeygjurnar sínar þann daginn.

Rory svaraði: „Nei, en ég geri þær e.t.v. seinna, með Brandel á bakinu!“