Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2016 | 10:00

LET: Kang, Nomura og Shin í forystu á Opna ástraska kvenmótinu

Það eru 3 kvenkylfingar sem deila forystunni á ISPS Handa Women´s Australian Open; þær Jenny Shin, Danielle Kang og Haru Nomura.

Þær eru allar búnar að spila á 9 undir pari, 207 höggum.

Fjórða sætinu deila nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko og Karrie Webb.

Báðar eru þær aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum 3, þ.e. á 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag ISPS Handa Women´s Australian Open SMELLIÐ HÉR: