Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2016 | 10:00

Woods verður að treysta á sjálfa sig

Cheyenne Woods fer gjarnan eftir einföldu ráði sem frændi hennar Tiger Woods gaf henni áður en hún fór í mót.

Hún sagðist að treysta á hæfileika sjálfrar sín og fara þarna út og rassskella hina eða eins og segir á engilsaxnesku:  “to trust my ability and just go out there and kick butt.”

Ef Woods, 25 ára, er orðin þreytt á spurningum um frændan fræga þá faldi hún það vel á blaðamannafundi sem fram fór fyrir h$1.85 milljóna ISPS Handa Women’s Australian Open sem fram fer í  Grange Golf Club í Adelaide, og hefst á morgun.

Aðspurð hvort hún fengi ráð frá Tiger og hún sagði að það væri lúxus forréttindi sem hún nyti.

Það er eitt af því góða að hafa Tiger til þess að leita til, til þess að fá ráð,“ sagði Cheyenne.

Hann er þarna ef ég þarnast hans, þannig að ég get leitað til hans, en ég geri það ekki reglulega. Hann lætur mig í friði að gera það sem ég geri og ég læri af sjálfri mér.

Eitt af þeim ráðum sem hann hefir gefið mér er virkilega bara að treysta eigin hæfileikum og fara þarna út og rassskella hina. Þetta er hans aðferð að vera ráðandi og það er nokkuð sem ég er að reyna að tileinka mér.“

Cheyenne viðurkennir að hún hafi átt erfitt á nýliða ári sínu á LPGA 2015, en henni líði betur eftir að hafa farið í Q-school og unnið fyrir kortinu sínu.

„Þegar maður er að spila í mótum svo langt að heiman þá er þetta ár strax öðruvísi en það síðasta,“ sagði hún. „Ég þurfti að aðlagast öllu svolítið.“

 

Ég átti góð mót hér og þar. en allt í allt var ég ekki stöðug og spilaði ekki vel á síðasta ári.“

En Chenne sigraði í Australian Masters 2014 og er glöð að vera aftur í Ástralíu.

Ég á góðar minningar héðan,“ sagði Cheynne. „Ég elska að koma hingað (til Ástralíu) ég elska veðrið, hitann og fólkið. Allt samantekið þá er alltaf næs að koma hingað niður eftir.“

Það er fullt af frábærum kylfingum hér, Evrópumótaröðin og LPGA  þannig að þetta verður spennandi, vonandi verð ég eitt af nöfnunum ofarlega á skortöflunni í þessari viku.“