Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ana Belén Sanchez – 16. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ana Belén Sánchez. Ana Belén er fædd 16. febrúar 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hún spilar á Evrópumótaröð kvenna. Ana var m.a. í liði Spánar á Espirito Santo Trophy 1996 og gerðist atvinnumaður í golfi árið eftir. Hún hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröð kvenna (LET) þ.e. á BMW Ladies Italian Open og var í liði Evrópu í Solheim Cup 2003.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955; Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 – d. 20. janúar 2006; Marlene Hagge. f. 16. febrúar 1934 (82 ára); Stephen McAllister, 16. febrúar 1962 (54 ára); Ana Belén Sánchez, 16. febrúar 1976 (40 ára stórafmæli); Stacy Lewis, 16. febrúar 1985 (31 árs); Hjörleifur G. Bergsteinsson, GK, 16. febrúar 1992 (24 ára) ……og …..

Ragnar Ágúst Ragnarsson GK, (23 ára)

Skemmti Síða Fyrir Einhleypa (44 ára)

Ruri Eggertsdottir (45 ára)

Björn Thoroddsen

Hanna Guðlaugsdóttir

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem eiga afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is