Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Schwartzel efstur e. 3. hring á Tschwane Open

Það er heimamaðurinn Charl Schwartzel sem er efstur eftir 3. hring Tschwane Open.

Hann er búinn að spila á 9 undir pari, 201 höggi (71 64 66).

Í 2. sæti er landi Schwartzel, Zander Lombard, einu höggi á eftir, á samtals 8 undir pari.

Hér má sjá myndskeið af 5 bestu á Tschwane Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Tschwane Open SMELLIÐ HÉR: