Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2016 | 09:00

PGA: Kang næstum á 59

Þegar Sung Kang lauk við fyrri 9 á Monterey Peninsula á 2. degi AT&T Pebble Beach National Pro-Am, þá var hann 6 undir pari.

Spilafélagi hans, þ.e. áhugamaðurinn sem Kang var paraður með grínistinn Ray Romano, spurði hann þá hvert væri lægsta skor Kang á ferlinum. Kang sagði að það væru 61 högg.

9 holum seinna óskaði Romano , Kang til hamingju þegar hann sagði: „Hey, þú bættir fyrra met þitt.“

Kang varður allur einn spurnarsvipur og sagði: „Nei, ég var á 61.“

Romano varð að leiðrétta hann: „Þú varst á 60.”

Það var ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna sem Kang og kylfusveinn hans, Fluff Cowan, staðfestu nýtt metskor 11 undir pari, 60 högg, sem er nýtt vallarmet, sem og að Kang er kominn í forystu á mótinu eftir 2. hring ásamt Japananum Hiroshi Iwata.

Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach National Pro-Am e. 2. dag með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 2. dags á AT&T Pebble Beach National Pro-Am með því að SMELLA HÉR: