Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 08:20

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín stendur sig vel!!! T-14 í Oak Hills

Nú er bandaríska háskólagolfið byrjað aftur.

Haraldur Franklín Magnús, GR, og the Raging Cajuns léku í Oak Hills Inv. í San Antonio, Texas dagana 8.-9. febrúar s.l.

Haraldur Franklín náði þeim glæsilega árangri að verða T-14 í einstaklingskeppninni – spilaði seinni hringinn á sléttu pari 72 höggum.  Lið Lafayette, The Ragin Cajuns varð hins vegar í neðsta sæti því 15. af 15 liðum sem þátt tóku í mótinu.

Sjá má grein á heimasíðu University of Louisiana at Lafayette, þar sem árangur Haraldar Franklín er mærður.

Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnar Garðarsson, GKG, tók einnig þátt í mótinu með liði Lafayette og varð T-79.

Sjá má lokastöðuna í Oak Hill með því að SMELLA HÉR: