LaCava heldur tryggð við Tiger
Það eru ekki bara golfáhangendur sem bíða með óþreyju eftir að Tiger Woods snúi aftur á PGA Tour.
Kaddý Tiger, Joe LaCava hefir hafnað tilboðum annarra þannig að hann sé tilbúinn til að bera poka Tiger þegar hann snýr aftur.
„Nokkrir strákar hafa komið til mín, ég vil ekki gefa upp nein nöfn, en ég sagði (kurteisislega) nei,“ sagði LaCava í fyrradag í viðtali við ESPN. „Planið mitt er að bíða eftir að Tiger snúi aftur. Ég sagði þeim að ég vilji bara vinna fyrir Tiger og ekki neinn annan á þessu stigi. Þeir voru allir mjög vingjanrlegir. Þeir vissu ekki hvernig hlutirnir voru hjá mér. Ég kýs að bíða eftir Tiger og það er planið mitt.“
Tiger er eins og allir vita að ná sér og í endurhæfingu eftir bakuppskurði og ekki er á þessari stundu vitað hvenær hann snýr aftur.
„Ég tapa á þessu, það er öruggt,“ sagði LaCava. „Ég kvarta aldrei um að vera heima, en ég sakna vinnunnar almennt séð. Svo þegar maður sér mót eins og San Diego, stað sem hann „á“ og maður hugsar hann vann á þessum stað …. þá er það fúlt. Ég sakna félaga minna, suma kylfuberanna og að við förum út að bora saman. En mest af öllu sakna ég þess að vera á veiðum og vinna. Ég sakna þess alls, hvernig væri annað hægt?“
LaCava, 52 ára, hefir verið kylfusveinn á PGA Tour í 29 ár og hefir m.a. borið poka fyrir stórkylfinga á borð við Mark Calcavecchia, Justin Leonard, Mike Hulbert, John Cook, Jay Haas, Bill Haas, Dustin Johnson, Fred Couples and Camilo Villegas.
LaCava var kylfusveinn Couples í meira en 20 ár, og það leiddi til 12 sigra þ.á.m. á Masters 1992 og Players Championship 1996.
LaCava er bjartsýnn á að Tiger muni aftur koma sér í form og snúa aftur í keppnisgolfið.
„Ég veit hvers hann er megnugur,“ sagði LaCava í viðtalinu við ESPN. „Ég sá það á þessum árum sem ég starfaði fyrir hann. Við vitum öll að hann hefir hæfileika. Hann hefir svo sannarlega ekki tapað vinnusiðferði sínu. Hafa menn áhyggjur af þessum bakvandamálum hans? Ég hef gengið í gegnum það með Fred (Couples). Þegar maður er með í bakinu í íþróttum, þá er það erfitt, sérstaklega í golfi.“
„Ég hef enn trúa á að honum eigi eftir að vegna vel og sigra. Ég hugsa að hann muni sigrast á meiðslum eða hvað sem þið viljið kalla það. Hann gæti hugsanlega ekki spilað eins oft og honum hugnaðist að. En þegar hann hefir læknast af ölu þessu þá mun hann koma aftur og spila aftur og spila vel. Mín afstaða er í grundvallaratriðum sú sama og þegar ég byrjaði hjá honum. Hann er Tiger Woods.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
