Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Danny Willett?

Enski kylfingurinn Danny Willett sigraði nú um helgina á Omega Dubai Desert Classic og var þessi sigur hans 4. á Evrópumótaröðinni.

Hver er kylfingurinn, kunna ýmsir að spyrja sig?

Daniel John (Danny) Willett  fæddist 3. október 1987 í Sheffield í Suður-Jórvíkurskíri og er því 28 ára. Hann er sonur stærðfræðikennarans Elisabet Willett. Sem áhugamaður sigraði Danny English Amateur Championship árið 2007 og keppti í Walker Cup á Royal County Down sama ár. Í mars 2008 komst hann í efsta sæti á heimslista áhugamanna.

Willett spilaði líka 2 keppnistímabili í Jacksonville State University í Bandaríkjunum. Meðan á dvöl hans í JSU stóð var hann valinn nýliði ársins í Ohio Valley Conferenc árið 2006 og eins sigraði hann í einstaklingskeppni árið 2007 í OVC Championship.Hann var valinn first-team All-OVC performer og komst í lið OVC’s All-Tournament Team á báðum keppnistímabilum.

Atvinnumennskan 
Willett gerðist atvinnumaður árið 2008, og vann sér inn kortið sitt á Evrópumótaröðinni þegar árið 2009. Honum gekk vel fyrsta árið sitt á Evróputúrnum varð í 58. sæti í fyrsta Race to Dubai með 8 topp-10 árangra. Willett var meðal efstu manna 2010 á BMW PGA Championship; hann var í forystu 1. daginn áður en hann missti taktinn og kláraði í 5. sæti, sem hann þó altént vann sér inn 190,800 evrur. Með þessum árangri fór Willett í fyrsta sinn á topp-100 á heimslistanum. Hann kláraði 2010 keppnistímabilið í 23. sæti á peningalistanum.

Willett vann sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum í júní 2012 á BMW International Open í Köln. Hann vann Marcus Fraser á 4. holu í bráðabana. Willett spilaði frábært chip högg úr röffinu en Fraser missti stutt 1 1/2 metra pútt fyrir skolla, en Willett þurfti rétt að snerta boltann til þess að hann dytti.

Willett varð í 3. sæti á 2015 WGC-Cadillac Match Play Championship og vann sér þar með inn sérstakan þáttökurétt á PGA Tour.  Eftir 6 holur eftir 36 tíma á Opna breska.