Afmæliskylfingur dagsins: Paige McKenzie —- 8. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Paige MacKenzie. Paige á afmæli 8. febrúar 1983 og á því 33 ára afmæli í dag.
Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að spila golf 3 ára gömul. Hún segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilaði á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og að lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike.

Paige MacKenzie
Paige MacKenziePaige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var útnefnd stúlkna kylfingur ársins árið 2000 (ens.: Girl Golfer of the Year) bæði af Washington Junior Golf Association og Pacific Northwest Golf Association. Fram að því að Paige útskrifaðist úr menntaskóla hafði hún landað 5 topp-10 niðurstöðum á mótum á landsvísu og unnið 1 mót.
Í háskólagolfinu
Paige Mackenzie hélt hinum árangursríka áhugamannaferli sínum áfram í University of Washington í Seattle, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2006 með BA gráðu í viðskiptafræði. Hún varð 22 sinnum meðal topp 10 á háskólaárum sínum og er hún í 1. sæti á All-time lista Huskies. Þar að auki var Paige 1 af 8 fulltrúum Bandaríkjanna í Curtis Cup 2006. Meðan hún var enn áhugamaður náði hún besta árangri sínum í risamótum til þessa þ.e. á US Women´s Open mótinu 2005. Það varð til þess að hún var tilnefnd kvenkylfingur ársins 2005 af Pacific Northwest Golf Association. Hún vann bæði höggleik og holukeppni í Trans National Championship 2005. Lokaár sitt í háskóla var hún í efsta sæti á lista Golfweek yfir áhugamenn í Bandaríkjunum.
Atvinnumennskan
Paige Mackenzie gerðist atvinnumaður í golfi í september 2006 og fékk undanþágu til að spila á 2007 keppnistímabili LPGA þegar hún landaði T-12 árangri á Q-school í desember 2006.
Hún varð þrívegis meðal topp 25 á 2008 keppnistímabilinu þ.á.m. í 23. sæti í Corona Morelia Championship, í 22. sæti í The P&G Beauty NW Arkansas Championship styrkt af John Q. Hammons og T-24 í Safeway Classic. Mackenzie hóf 2008 tímabilið á því að sigra Sharp Open á Cactus Tour (sömu mótaröð og Tinna okkar Jóhannsdóttir hóf atvinnumennskuferil sinn á).
Árið 2009 lék Paige í 16 mótum á LPGA, komst í gegnum niðurskurð 10 sinnum og besti árangur hennar var T-8. Árið þar á eftir lék hún í 16 mótum, komst 9 sinnum í gegnum niðurskurð og besti árangurinn var T-34 árangur. Árið 2011 lék Paige í 18 mótum, komst 13 sinnum í gegnum niðurskurð og besti árangur hennar var T-9 árangur. Árið 2012 lék Paige í 19 mótum, komst 12 sinnum í gegnum niðurskurð og besti árangurinn var T-22, í fyrra (2013) var besti árangurinn T-23 og Paige komst 10 sinnum í gegnum niðurskurð af 17 mótum sem hún lék í.
Árið 2012 gerðist Paige talsmaður National Association of Professional Women.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Guðríður Ólafsdóttir; 8. febrúar 1950 (66 ára) Friðrik Friðriksson, GKG, fgj. 17.2, 8. febrúar 1957 (59 ára); Rósa Guðmundsdóttir, 8. febrúar 1963 (53 ára); Ari Arsalsson, 8. febrúar 1973 (43 ára) Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, 8. febrúar 1976 (40 ára); Kelly Tidy, 8. febrúar 1992 (24 ára); Stefán Ottó Kristinsson, 8. febrúar 1997 (19 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með daginn!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
