Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 22:35

Rory fer frá Dubai fullur eftirsjár

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem varð í  6. sæti á Omega Dubai Desert Classic, segir að sá árangur sé að hans mati litaður mikilli eftirsjá.

Danny Willett vann s.s. Golf 1 greindi frá á 19 undir pari og vann sér inn  €402, 670 í verðlaunafé fyrir 1. sætið.

Rory var 4 höggum á eftir og sér nú sérstaklega eftir 2. hring sínum þar sem hann spilaði á 72 höggum og allt gekk á afturfótunum.

Skor Rory var 15 undir pari (68 72 68 65).

Þetta er svona svolítil „hvað hefði getað orðið“ vika. Það var mikið af virkilega góðu golfi. Ég átti mörg góð högg og setti niður marga fugla. En ég gerði líka allt of mörg mistök,“ sagði Rory í viðtali við Nick Dye á Evróputúrnum.

Ég sé sérstaklega eftir fyrri 9 sem ég spilaði bæði á föstudaginn (2. hring) og laugardaginn (3. hring). Ég spilaði báða fyrri 9 á 5 yfir pari þarna og ef ég hefði ekki gert það hefði allt geta verið öðruvísi. En ég er hvattur áfram af því góða golfi sem ég lék og það hefur verið gott vegna þess að ég veit hvað ég þarf að vinna í, á næstu vikum.“