GR: Ragnar Ólafsson bestur á 4. púttmóti GR-karla
Á heimasíðu GR skrifar Halldór B. Kristjánsson skemmtilega um púttmót GR-karla:
„Það verður bara að segjast að mætingin var góð (4. febrúar 2016) miðað við veður. Menn fuku inn úr dyrunum í gær rennandi blautir og hraktir. Sjö lið mættu ekki sem er óvenju mikið og veðrið hefur eflaust átt sinn þátt í því, lið 13 – toppliðið, var eitt þeirra liða sem mætti ekki. Þeir eru þó löglega afsakaðir og gerir það alla útreikninga um stöðu liða flóknari svo ekki verður farið nánar út í það.
Í einstaklingnum eru Jón Þór Einars og Jóhann Halldór alltaf góðir og svo er Ragnar Ólafsson að hitna. Hann kom inn á besta skori kvöldsins 54 höggum, og rauk þar með upp töfluna. Það er ljóst að það verða margir að berjast um púttmeistaratitilinn þetta vorið – gaman að því.
Sumir hafa kvartað yfir því að geta ekki opnað excel-skjalið sem sýnir niðurstöðu eftir hverja umferð og verður bætt úr því hér með. Nú kemur staðan upp í tveimur pdf-skjölum svo allir ættu að geta skoðað hana án vandræða.
Annars er ég bara kátur.
Hér fyrir neðan er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð.
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
S: 898 3795
leturval@litrof.is„
Staðan í púttmótaröðinni eftir 4. púttmót GR-karla SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
