Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 21:00

Fyrrum eiginkona Paul Casey brotleg við óskrifaðar reglur PGA og Evróputúrsins

Fyrrum eiginkona enska kylfingsins Paul Casey hefir e.t.v. gert sig brotlega við óskrifaða reglu PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar.

Sú regla gengur út á að það sem gerist á mótaröðunum haldist á mótaröðunum og komi utanaðkomandi ekkert við og enginn á mótaröðunum tjái sig um það sem þar gerist.

Jocelyn Hefner, fyrrum eiginkona Casey hefir nú gefið út „tell all“ bók, sem selst eins og heitar lummur.

1-a-Paul-Caseys-ex-wifes-book

 

Þar heldur hún sig sko ekki við þessa óskrifaða reglu.

Sjá m.a. eftirfarandi 5 atriði úr bókinni:

1  Borðbúnaður um borð í einkaflugvel Phil Mickelson’er merktur honum

„… ég man líka eftir þeim tíma þegar við vorum boðin að fljúga um borð í fallegri Gulfstream 400 einkaflugveél Phil þar sem allir bollar og servéttur voru merktar „AIR PHIL“

2. Evróputúrinn sér vel um WAGS-in í evrópska liðsinu, sem tekur þátt í Ryder Cup.

„Allar konurnar og kærusturnar fengu peningaupphaæð til þess að kaupa réttu fötin, skóna og skartgripi fyrir alla þætti þessa móts … í villtustu draumum mínum myndi ég aldrei hafa trúað því að ég ætti eftir að kaupa mér kjól fyrir 3000 pund. Þetta var meira en 5000 dollarar á þeim tíma.“

3. Elin Nordegren (fyrrum eiginkona Tiger) elskar hlaupavélina (ens. treadmill) í ræktinni—og að gefa hestum nöfn

„Við vorum oft einar í ræktinni nema Elin Woods,sem var alltaf þarna og venjulega búin að hlaupa 10 mílur á hlaupavélinni þegar við komum.“ „ Elin Woods kallaði annan fola minn Caesar, meðan við vorum í Doral í Miami á WGC móti.”

4. Michael Jordan er kurteis vindla reykingamaður

„[Á Ryder Cup íMedinah] stóð Michael Jordan næst við okkur og var með vindil í munninum á stærð við handlegg minn. Hann tók í höndina á mér, brosti og sagði ‘Shall we, ladies?’ og benti okkur að ganga að næstu holu svo við gætum fylgst með eiginmönnum okkar. Að ganga um með  Michael og Elinu var mjög þægilegt… Ég var líka mjög þakklát að Michael Jordan skyldi ekki blása reyknum í andlit mitt!”

5. Bakvið tjöldin í Abu Dhabi Golf Championship þá er allt eins ótrúlega mikill íburður og það sýnist.

„Þjónn sem var í svörtum og hvítum smóking fullvissaði okkur að við myndi ekki skorta neitt, dag og nótt, hann myndi færa okkur það. Lyktin af ferskum lavender var næstum vímugefandi allsstaðar. Orkídeu krónublöð voru á rúmi okkar, sem voru tvöföld og eins stór og king-size bandarísk rúm. Við brostum þegar við sáum 90 tommu sjónvarpsskjá, sem bauð upp á allar alþjóðlegar stöðvar. Stofan var fyllt með ótrúlega fallegum handútskornum húsgögnum og þar var ávaxtabakki á stærð við morgunverðarhlaðborð. Við vorum á nautnastigi sem hvorugt okkar hafði nokkurn tíma upplifað áður.“