Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 08:00

PGA: LDRIC fyrsta vélmennið til að fá ás á 16. braut TPC Scottsdale!

Nú er Waste Management Phoenix Open byrjað eina ferðina enn, með sinn líflega áhorfendaskara …

…. sérstaklega við par-3 16. brautina á TPC Scottsdale, þar sem mótið fer fram.

Og svo eru venju skv. allskyns uppákomur.

Í ár var vélmennið LDRIC látið slá golfhögg á hinni frægu par-3 16. holu og viti menn …. vélmennið fór holu í höggi.

LDRIC fer í golfsögubækurnar fyrir að vera fyrsta vélmennið sem fer holu í höggi á par-3 16. braut TPC Scottsdale.

Sjá má ás LDRIC á par-3 16. holu TPC Scottsdale með því að SMELLA HÉR: