Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 14:30

GM: Bílaþvottur GM-unglinga 6. feb n.k.

Börn og unglingar í GM ásamt foreldrum ætla að bjóða upp á bílaþvott í vélaskemmu GM á Hlíðavelli laugardaginn 6. febrúar. Þau ætla að byrja að þvo og bóna um klukkan 9:00 og verða fram eftir degi. Boðið verður upp á alþrif og bón.
Verðskrá:
Fólksbílar: 6.000 – 8.000 kr eftir stærð
Jeppar: 8.000 – 12.000 kr eftir stærð
Möguleiki er á að bæði sækja og skutla bílum heim að loknum þvotti.
Allar nánari upplýsingar í síma 6909400