Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Demi Runas (18/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo þær 5 sem urðu í 36. sæti þ.e. Karlin Beck, Nicole Jeray, Ani Gulugian og Ssu Chia Cheng og nú síðast Anne-Catherine Tanguay frá Kanada.

Nú verður haldið áfram og næst kynntar þær 4 sem deildu 32. sætinu en það eru: Su Oh; Demi Runas; Heather Bowie Young og Pavarisa Yoktuan. Þær hafa allar verið kynntar nema Demi Runas, sem kynnt verður í dag.

Demi Runas fæddist í Los Angeles, Kaliforníu, 20. ágúst 1992 og er því 23 ára.

Demi byrjaði að spila golf aðeins 4 ára. Hún segir þjálfara sinn í háskólagolfinu, Anne Walker, vera þann aðila sem hafi haft mest áhrif á golfferil sinn.  Lesa á um afrek Demi Runas í bandaríska háskólagolfinu, en hún lék með US Davis með því að SMELLA HÉR: 

Meðal áhugamála Demi eru: Yoga, að baka, láta laga neglurnar og fara í ræktina.

Hápunktar á ferli Demi Runas:
*Hún varð í 9. sæti á  Volvik Race for the Card peningalistanum og varð T-2 á  Symetra Tour Championship og fór því upp úr 15. í 9. sætið!
* Var 2 sinnum í 2. sæti og 3 sinnum meðal efstu 10 á síðasta keppnistímabili á Symetra.
* Varð í 3. sæti á Gaelle Truet Rookie of the Year kosningunni
* Var þrívesgis valin Big West leikmaður ársins í UC Davis, í bandaríska háskólagolfinu
* Sigraði 2013 Big West Women’s Golf Championship og var í forystu í liði sínu þegar það hlaut Big West conference titlana
Four time First Team All Big West

Runas þykir með kynþokkafyllri kvenkylfingum á LPGA og má sjá myndaseríu af henni með því að SMELLA HÉR:  og með því að SMELLA HÉR: en Runas hefir birtst í mörgum myndaseríum og viðtölum, sem einn kynþokkafyllsti kylfingurinn á LPGA, þó hún sé ekkert þekkt og reyndar rétt að byrja.

Sjá má viðtal við Runas í „The most beautiful women in golf“ með því að SMELLA HÉR: