Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 07:15

Af hverju ekki að ganga í landsbyggðarklúbb?

Golfklúbbur Hellu, GHR, býður nýja félaga velkomna á árinu 2016. GHR hefur fjórum sinnum haldið Íslandsmótið í golfi á Strandarvelli sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Af vellinum er góð fjallsýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.

Komast má á heimasíðu GHR með því að SMELLA HÉR: 

GHR er með ýmsa valkosti hvað félagsaðildina varðar og 15 ára yngri greiða engin gjöld í klúbbinn. Á heimasíðu GHR er bent á að engir biðlistar séu til staðar og allir sem óski eftir því komist að.

Árgjöld GHR fyrir árið 2016 eru eftirfarandi:

0 -15 ára (fæð.ár. 2001-2016) Frítt
16-19 ára (fæð.ár. 1997-2000) 32,000 kr.

Einstaklingsgjald 20-66 ára: 57.000 kr.
Hjónagjald 20-66 ára: 85,500 kr.

Einstaklingsgjald +67 ára: 38.000 kr.
Hjónagjald +67 ára: 63.000 kr.

Hjónagjald -67 + +67 ára: 74.000 kr.