Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 20:45

Golfvellir í Þýskalandi: Gut Kaden – Alveslohe (5/18)

Nú er komið að því að kynna 5. golfvöllinn í Þýskalandi hér á Golf 1.

Í dag er það Gut Kaden – Alveslohe, nálægt Hamborg og við höldum okkur enn í Norðvestur-Þýskalandi og það besta: stuttnefnið á Gut Kaden er GK! Líkt og heima á Íslandi er GK (þ.e. Gut Kaden) með einn albesta golfvöll í Þýskalandi.

Frá Gut Kaden í Alveslohe, Þýskalandi

Eyjaflötin á Gut Kaden í Alveslohe, Þýskalandi

Það er einkum 9-C holan á þessu glæsilega golfsvæði, sem verður eftirminnileg, einkum vegna fallegrar eyjaflatar.

Gut Kaden býður upp á 27 holu völl og eru hlutarnir þrír 9 holu og merktir A, B og C og í raun hægt að velja um 3 mismunandi 18 holu velli að spila á. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Gut Kaden býður alla velkomna byrjendur sem lengra komna og einn þeirra sem spilað hefur völlinn og líkað vel er Tiger Woods.

Upplýsingar:

Heimilisfang: Gut Kaden, Golf und Land Club GmbH, Kadener Straße 9, D-25486 Alveslohe.
Sími: +49 (0)4193 99 29-0
Tölvupóstfang: info@gutkaden.de

Komast má á heimasíðu klúbbsins til þess að skoða myndskeið um völlinn og skoða myndir og vegna annarra upplýsinga með því að SMELLA HÉR: