Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 19:00

Vinur Rory úr One Direction opnar golfumboðsskrifstofu

Popstjarnan Niall Horan úr boys-bandinu One Direction, vinur Rory McIlroy og mikill áhugakylfingur er nú einn þeirra sem hellt hefir sér út í golfumboðsskrifstofu business-inn.

Horan hefir nú stofnað Modest Golf Management, sem er dótturfyrirtæki Modest Management, sem sér um umboðsmál One Direction.

Modest Golf Management mun skv. the Sun, reyna að vera með enska og írska kylfinga á sínum snærum.

Horan,

hefir ráðið Mark McDonnell,sem er fyrrum yfirmaður hjá TaylorMade-adidas Golf, til að vera yfirmaður Modest Golf Management. McDonnell fór frá TaylorMade s.l. ágúst og hóf störf hjá Modest Golf Management í september, skv. aLinkedIn  síðunni hans.

Horan og McDonnell hafa þekkst frá árinu 2012, þegar McDonnell aðstoðaði við og hafði milligöngu um að Darren Clarke gæfi áritaðan TaylorMade golfpoka á góðgerðarmótið Niall Horan Golf Classic. Horan var kaddý fyrir Rory á par-3 mótinu á Augusta National fyrir Masters risamótið s.l. apríl.